Við sjáum um bílinn!

Þú ferð í fríið!

Við sjáum um bílinn!

Bóka geymslu
Við erum

Auto Park er íslenskt
fjölskyldufyrirtæki.

Auto Park veitir örugga geymslu fyrir bílinn þinn á meðan þú ferðast. Njóttu ferðarinnar í huggulegri vitund um að bíllinn sé í góðum höndum!

Af hverju að velja okkur?

Stundvísi, heiðarleiki og gegnsæi er það sem Auto Park stendur fyrir. Við leggjum upp með að þjónusta okkar viðskiptavini eins vel og hægt er, við setjum háar kröfur á okkur sjálfa og að Auto Park mæti þörfum og kröfum viðskiptavina og að allir séu sáttir þegar gengið er frá borði.

Hringdu í okkur

7830044

Car Clean

Umsagnir viðskiptavina

Það skiptir okkur miklu máli að viðskiptavinir okkar séu hæstánægðir með þjónustu okkar.

Hér má lesa nokkrar af umsögnum okkar fyrri viðskiptavina:

Þjónustupakkar

Við bjóðum uppá hagstæða þjónustupakka

  • Platínumpakkinn

    Platínumpakkinn hjá okkur er „Full detailing experince“.
Bíllinn er tjöruþveginn, næst eru allar málmagnir fjarlægðar úr lakki bílsins, Froðusápu er svo dælt yfir bílinn og leyft að vinna og svo er strokið yfir bílinn með fyrsta flokks micro fiber hanska.
Felgur þrifnar.
Bíllinn er svo þurrkaður og lakk hreinsað með alkahóli til að undirbúa það eins vel fyrir keramík bónið og hægt er. Bíllinn er svo bónaður með fyrsta flokks keramík bóni.
Rúður bónaðar að utan.

Að innan byrjum við á að blása allan bílinn, næst á eftir er innrétting þrifin með innréttingahreinsi, notaðir eru pennslar til að ná ryki og drullu úr erfiðustu stöðum einsog miðstöð, gírstöng og rúðutökkum.
Bíllinn er svo ryksugaður eins vel og hægt er.
Rúður þrifnar að innan.
Mottur eru teknar úr bílnum í upphafi og þær þrifnar með bursta og sápu. Því næst er settur mottuglái á þær.
Dekkjagljái settur á dekk. Fyllt er á rúðupiss.
Bíllinn fer ekki úr þvottaaðstöðinni hjá okkur fyrr en við erum sáttir og við erum með háa standarda þegar kemur að þrifum!

  • Gullpakkinn

    Gullpakkinn hjá okkur er „Venjulegur alþrifspakki“.
Bíllinn er tjöruþveginn, froðusápu er dælt yfir bílinn og leyft að vinna, því næst er strokið yfir bílinn með fyrsta flokks micro fiber hanska.
Bíllinn þurrkaður.
Bíllinn er bónaður með hágæða bóni.
Felgur þrifnar.
Að innan byrjum við á að blása bílinn, svo er strokið af innréttingu og að lokum er ryksugað.
Rúður þrifnar að innan.
Mottur eru teknar úr bílnum í upphafi og þær þrifnar með bursta og sápu. Svo er settur mottuglái á þær.
Dekkjagljái settur á dekk.

  • Silfurpakkinn

    Silfurpakkinn hjá okkur er „Léttþrifs pakki“.
Froðusápu er dælt yfir bílinn og leyft að vinna, næst er strokið yfir bílinn með fyrsta flokks micro fiber hanska.
Bíllin bónaður með blaut-bóni.
Bíllinn þurrkaður
að innan: Við byrjum á að strjúka af bílnum, næst er hann ryksugaður og svo eru rúður þrifnar að innan.

Mottur eru teknar úr bílnum í upphafi og þær þrifnar með bursta og sápu. Svo er settur mottuglái á þær.

Dekkjargljái settur á dekk.

Aukaþjónustur

Við bjóðum uppá flottar
aukaþjónustur fyrir bílinn þinn!

Hlaða rafmagnsbíl

Bíllinn er hlaðinn upp í 80% að viðmiði. Við notum hleðslustöðvar frá ON.
Mikilvægt er að hleðslusnúra fylgi bílum sem panta hleðslu.


Fylla á rúðupiss

Fyllt er á rúðupiss á bílnum, sama hversu mikið vantar!

Léttþrif að innan

Innrétting þrifin með innréttingahreinsi, bíllinn ryksugaður, mottur þvegnar.

Þvottur og bón

Bíllinn tjöruhreinsaður, sápaður og felgur þrifnar. Bíllinn er svo þurrkaður og bónaður með hágæða bóni.

Hraðþrif að utan

Sápuþvottur, blaut-bón.

Ítarleg þrif að innan

Byrjað er á að blása bílinn að innan, svo strokið yfir innréttingu með innréttingahreinsi, erfiðir staðir þrifnir með pensli. Bíllinn ryksugaður, rúður þrifnar að innan.

Þvottur og keramík bón

Bíllinn er tjöruþveginn, næst er bíllinn sápaður og svo þurrkaður. Alkahól hreinsaður og að lokum keramík bónaður.

Fara með bíl í skoðun

Farið er með bílinn í skoðun hjá Aðalskoðun Reykjanesbæ.

Bókunarvél

Bókaðu geymslu fyrir bílinn þinn
á einfaldan hátt!

Fylltu inn upplýsingarnar þínar inn í reiknivélina og fáðu verð í geymslu fyrir bílinn þinn, auk annara þjónusta sem við bjóðum uppá.

Upphafsdagsetning og tími
Lokadagsetning og tími
Velja dagsetningar Upplýsingar viðskiptavinar
Bílastæði Samantekt bókunar
Upplýsingar viðskiptavinar Bóka núna
Keflavíkurflugvöllur
235 Reykjanesbæ
Geymsla á bíl inni 9999 stæði
Geymsla á bíl úti 9999 stæði
Sími: 7830044
Mánudagur: 00:00 - 23:59
Þriðjudagur: 00:00 - 23:59
Miðvikudagur: 00:00 - 23:59
Fimmtudagur: 00:00 - 23:59
Föstudagur: 00:00 - 23:59
Laugardagur: 00:00 - 23:59
Sunnudagur: 00:00 - 23:59

Bókaðu geymsluþjónustu strax í dag!